Erindi frá 6. bekk Árskóla
Málsnúmer 1205354
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 19.06.2012
Frístundastjóri kynnir erindi barna úr 6.bekk Árskóla sem benda á að Litliskógur sé of lítið nýttur, t.d. fyrir leiki,grill og útiveru fjölskyldna. Þar sé fátt um leiktæki fyrir börn. Þá benda þau á að lítið sé um leikvelli á Sauðárkróki. Þau segjast tilbúin að aðstoða með ráðleggingar. Félags-og tómstundanefnd þakkar frumkvæðið og góðar ábendingar og vísar erindinu til kynningar í Byggðaráði. Nefndin mælir með að tekið verði tillit til þessara óska við gerð fjárhagsáætlunar 2013.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 186. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 596. fundur - 28.06.2012
Kynnt erindi barna úr 6.bekk Árskóla sem benda á að Litliskógur í Sauðárgili sé of lítið nýttur, t.d. fyrir leiki, grill og útiveru fjölskyldna. Þar sé fátt um leiktæki fyrir börn. Þá benda þau á að lítið sé um leikvelli á Sauðárkróki. Þau segjast tilbúin að aðstoða með ráðleggingar.
Á 186. fundi félags-og tómstundanefndar var svohljóðandi bókun gerð:
"Félags- og tómstundanefnd þakkar frumkvæðið og góðar ábendingar og vísar erindinu til kynningar í Byggðaráði. Nefndin mælir með að tekið verði tillit til þessara óska við gerð fjárhagsáætlunar 2013."
Byggðarráð samþykkir að eiga fund með nemendunum í Litlaskógi í upphafi næsta skólaárs um tillögur þeirra.
Á 186. fundi félags-og tómstundanefndar var svohljóðandi bókun gerð:
"Félags- og tómstundanefnd þakkar frumkvæðið og góðar ábendingar og vísar erindinu til kynningar í Byggðaráði. Nefndin mælir með að tekið verði tillit til þessara óska við gerð fjárhagsáætlunar 2013."
Byggðarráð samþykkir að eiga fund með nemendunum í Litlaskógi í upphafi næsta skólaárs um tillögur þeirra.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 601. fundur - 30.08.2012
Á 596. fundi byggðarráðs var lagt fram erindi frá 6. bekk Árskóla um ábendingar þeirra um betri nýtingu á Litla-Skógi í Sauðárgili. Var einnig ákveðið á fundinum að eiga fund með krökkunum í upphafi skólaárs 2012/2013 um tillögur þeirra.
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að finna tíma fyrir fund með nemendunum.
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að finna tíma fyrir fund með nemendunum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012
Afgreiðsla 601. fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Erindinu vísað til byggðarráðs.