Samvera fjölskyldunnar
Málsnúmer 1206024
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 19.06.2012
Frístundastjóri kynnir bréf SAMAN-hópsins þar sem hvatt er til samveru fjölskyldunnar sem sé ein besta forvörn. Sveitarfélög eru hvött til að leggja skilaboðum hópsins lið og bjóðast þeim án endurgjalds rafrænar auglýsingar og vefborðar til að setja á heimasíður. Þá eru sveitarfélög sem bjóða heim á bæjarhátiðir í sumar, hvött til að hyggja vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna, t.d. með því að framfylgja aldursmörkum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 186. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.