Drög að námskrám - umsagnir eða athugasemdir óskast
Málsnúmer 1206082
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 79. fundur - 20.06.2012
Kynnt var erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögnum hagsmunaaðila um drög að námssviða- og námskrárgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Umsagnir má gefa á vefsvæði ráðuneytisins og þurfa þær að hafa borist fyrir 7. september.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 79. fundar fræðslunefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.