Vinaliðaverkefni
Málsnúmer 1206147
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 79. fundur - 20.06.2012
Selma Barðdal, uppeldis- og sálfræðiráðgjafi, kynnti verkefnið ,,Vinaliðar", en grunnskólum Skagafjarðar býðst að vera frumkvöðull að þessu verkefni á Íslandi. Um er að ræða norskt kerfi sem miðar að því að draga úr einelti í frímínútum með jákvæðum verkefnum sem snúa beint að nemendum sjálfum. Fræðsluþjónustan hefur hlotið tvo styrki að upphæð kr. 1400 þús. króna til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd og jafnframt hefur fræðsluþjónustunni verið boðið að kynna verkefnið á Sprotaþingi menntamálaráðuneytsins í haust. Fræðslunefnd fagnar verkefninu og hvetur grunnskólana til þátttöku í því.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 79. fundar fræðslunefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.