Fara í efni

Rekstur tjaldstæðis á Nöfum

Málsnúmer 1206213

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 84. fundur - 20.06.2012

Lagðar fram tillögur að nýju fyrirkomulagi varðandi rekstur hátíðartjaldstæða á Nöfum. Í þeim felst að gerð verði tilraun með gjaldtöku á svæðinu með það fyrir augum að draga úr kostnaði sveitarfélagsins við rekstur svæðisins.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra að leita eftir samkomulagi við núverandi rekstraraðila tjaldstæða sveitarfélagsins. Málið verði unnið í samráði við íþróttahreyfinguna sem hefur nýtt svæðið við mótahald.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.