Fara í efni

Erindi frá fjárlaganefnd

Málsnúmer 1206245

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 596. fundur - 28.06.2012

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis varðandi breyttar áherslur nefndarinnar við fjárlagagerð. Fjárlaganefnd vill leggja áherslu á eftirfarandi þætti á væntanlegum fundum sínum með sveitarfélögunum; málefni sem tengjast fjármálasamskiptum ríkis og sveitarfélaga, málefni sem tengjast verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, málefni sem tengjast fjárhagsstöðu sveitarfélaga, s.s. eins og skuldastöðu og fjárhagslegri getu til að takast á við lögbundin verkefni. Önnur mál sem sveitarstjórnir telja mikilvægt að ræða við fjárlaganefnd og eru á málefnasviði nefndarinnar.
Fjárlaganefnd óskar eftir viðbrögðum sveitarfélaga við þessum áherslum fyrir 1. ágúst 2012.
Byggðarráð leggur áherslu á að Sveitarfélagið Skagafjörður geti áfram átt milliliðalaus samskipti við fjárlaganefnd Alþingis. Byggðarráð samþykkir að bjóða fjárlaganefnd Alþingis í kynnisferð til Skagafjarðar til þess að fara yfir áherslur og sjónarmið sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að finna dagsetningu sem hentar.