Fara í efni

INLEARN - Comenius Regio

Málsnúmer 1208172

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 80. fundur - 04.09.2012

Í febrúar s.l. sóttu fræðsluþjónusta Skagafjarðar í samvinnu við fræðsluþjónustu sveitarfélagsins Óðinsvéa í Danmörku um styrk til einnar af menntaáætlunum Evrópusambandsins, Comenius Regio, sem er áætlun um samstarf svæða í Evrópu. Verkefni þetta hlaut jákvæðar undirtektir og hefur Fræðsluþjónusta Skagfirðinga hlotið rúmlega 6.5 milljón króna styrk til verkefnisins sem sótt var um. Verkefnið lýtur að því að rannsaka aðferðir stjórnenda og fagfólks í skólakerfinu við að skipuleggja áhugavert og hvetjandi lærdómsumhverfi fyrir börn á aldrinum 5-8 ára. Fræðslunefnd fagnar þessum styrk og óskar þátttakendum og skólasamfélaginu öllu velfarnaðar í verkefninu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 80. fundar fræðslunefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.