Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fyrirkomulag fæðismála í Ársölum og Árskóla
Málsnúmer 1206157Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkir að ganga til samninga við Skagfirskan mat ehf um framleiðslu hádegisverðar fyrir Árskóla eldra stig og Ársali eldra stig en Videosport ehf um framleiðslu hádegisverðar fyrir Árskóla yngra stig og Ársali yngra stig. Fyrirkomulag þetta gildir til 31. maí 2013 hvað grunnskólann varðar en til 12. júlí 2013 vegna leikskólans. Jafnframt er samþykkt að ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag liggi fyrir í lok apríl 2013.
2.Jafnréttisáætlun 2012-14 kynning
Málsnúmer 1205002Vakta málsnúmer
Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2012-2014 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 25. janúar 2012. Áætlunin sem er í 8 liðum gildir fyrir alla starfsemi sveitarfélagsins. Fræðslunefnd beinir því til stjórnenda stofnana fræðslusviðs að kynna starfsmönnum sínum áætlunina og gera ráðstafanir til að hrinda ákvæðum hennar í framkvæmd eftir atvikum.
3.Skilgreining á skóladögum í grunnskólum
Málsnúmer 1208199Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um skilgreiningu á skóladögum í grunnskólum.
4.INLEARN - Comenius Regio
Málsnúmer 1208172Vakta málsnúmer
Í febrúar s.l. sóttu fræðsluþjónusta Skagafjarðar í samvinnu við fræðsluþjónustu sveitarfélagsins Óðinsvéa í Danmörku um styrk til einnar af menntaáætlunum Evrópusambandsins, Comenius Regio, sem er áætlun um samstarf svæða í Evrópu. Verkefni þetta hlaut jákvæðar undirtektir og hefur Fræðsluþjónusta Skagfirðinga hlotið rúmlega 6.5 milljón króna styrk til verkefnisins sem sótt var um. Verkefnið lýtur að því að rannsaka aðferðir stjórnenda og fagfólks í skólakerfinu við að skipuleggja áhugavert og hvetjandi lærdómsumhverfi fyrir börn á aldrinum 5-8 ára. Fræðslunefnd fagnar þessum styrk og óskar þátttakendum og skólasamfélaginu öllu velfarnaðar í verkefninu.
5.Umsóknir um framlög til eflingar tónlistarnámi
Málsnúmer 1207117Vakta málsnúmer
Umsóknarfrestur um framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög til eflingar tónlistarnáms fyrir skólaárið 2012-2013 rann út þann 11. ágúst s.l. Á þeim tíma hafði einungis 1 nemi sótt um framhaldsnám við Tónlistarskóla Skagafjarðar, enda skráningu ekki lokið. Jöfnunarsjóður hefur góðfúslega orðið við beiðni fræðslustjóra að senda umsókn til sjóðsins þegar skráningu í tónlistarnám er lokið.
6.Nemendafjöldi 2012-2013
Málsnúmer 1208211Vakta málsnúmer
Lagðar fram tölur um fjölda nemenda í leik- grunn- og tónlistarskóla eins og þær líta út í dag.
7.Ósk um skólaakstur frá Hólum í Varmahlíð
Málsnúmer 1209020Vakta málsnúmer
Málið kynnt og rætt. Ákvörðun frestað.
8.Nýtt skipurit
Málsnúmer 1209021Vakta málsnúmer
Nýtt skipurit kynnt.
Fundi slitið - kl. 14:20.