Lagt fram bréf frá Sögusetri íslenska hestsins, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk að upphæð 1.500.000 kr. vegna ársins 2012. Fram kemur í bréfinu að mennta- og menningarráðuneytið muni styrkja setrið um fjórar milljónir króna á árinu. Byggðarráð samþykkir að styrkja Sögusetur íslenska hestsins í ljósi aðkomu mennta- og menningarráðuneytisins um 1.500.000 kr. á árinu 2012. Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Sögusetur íslenska hestsins í ljósi aðkomu mennta- og menningarráðuneytisins um 1.500.000 kr. á árinu 2012. Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins.