Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun. Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, óskar bókað: Meirihluti Framsóknarflokks og Vg hefur dregið að veita eðlilegar upplýsingar um stærstu framkvæmdir sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Sömuleiðis hefur formaður byggðaráðs ítrekað verið staðinn að því að veita villandi upplýsingar um fjármögnunarsamning, sem sagður var í fyrstu, ein helsta forsenda þess að ráðist yrði í umræddar framkvæmdir. Enn hefur hvorki umræddur fjármögnunarsamningur né verksamningur litið dagsins ljós og er ljóst meirihlutinn er að fara á svig við bæði 28. grein og 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem eiga að veita kjörnum fulltrúum sem og almenningi, ríkan rétt til upplýsinga um öll þau mál sem varða verulega hagsmuni sveitarfélagsins. Leyndarhyggja meirihluta Skagafjarðar er óskiljanleg, ekki síst í því ljósi að forseti sveitarstjórnar, Bjarni Jónsson, sem sat í minnihluta á síðasta kjörtímabili, gagnrýndi þá með grófum hætti þau vinnubrögð, sem þá voru viðhöfð í sveitartjórn, við byggingu nýja leikskólans á Sauðárkróki og kallaði þau gerræðisleg. Verklagið, sem Vg bera nú ábyrgð á, í tengslum við stærstu framkvæmd sveitarfélagsins á yfirstandandi kjörtímabili, er öllu verra en það sem Vg gagnrýndu á því síðasta! Skorað er á meirihluta sveitarstjórnar að halda hið fyrsta fund og leggja gþau ögn og skýringar, sem óskað eftir, á borðið.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun. Á fundi sínum 7. mars 2012 ákvað sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hafnar yrðu framkvæmdir við viðbyggingu og endurbætur á Árskóla. Á sama fundi var þriggja ára áætlun sveitarfélagsins samþykkt, í þeirri áætlun var fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 leiðrétt og breytt með tilliti til framkvæmdarinnar til að sjá fjárhagsleg áhrif á fjárhagstöðu sveitarfélagsins til lengri tíma. Búið er að fjalla um framkvæmdir við Árskóla á yfir 20 sveitarstjórnar- og byggðarráðsfundum.
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson.
Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, óskar bókað: Meirihluti Framsóknarflokks og Vg hefur dregið að veita eðlilegar upplýsingar um stærstu framkvæmdir sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Sömuleiðis hefur formaður byggðaráðs ítrekað verið staðinn að því að veita villandi upplýsingar um fjármögnunarsamning, sem sagður var í fyrstu, ein helsta forsenda þess að ráðist yrði í umræddar framkvæmdir. Enn hefur hvorki umræddur fjármögnunarsamningur né verksamningur litið dagsins ljós og er ljóst meirihlutinn er að fara á svig við bæði 28. grein og 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem eiga að veita kjörnum fulltrúum sem og almenningi, ríkan rétt til upplýsinga um öll þau mál sem varða verulega hagsmuni sveitarfélagsins.
Leyndarhyggja meirihluta Skagafjarðar er óskiljanleg, ekki síst í því ljósi að forseti sveitarstjórnar, Bjarni Jónsson, sem sat í minnihluta á síðasta kjörtímabili, gagnrýndi þá með grófum hætti þau vinnubrögð, sem þá voru viðhöfð í sveitartjórn, við byggingu nýja leikskólans á Sauðárkróki og kallaði þau gerræðisleg. Verklagið, sem Vg bera nú ábyrgð á, í tengslum við stærstu framkvæmd sveitarfélagsins á yfirstandandi kjörtímabili, er öllu verra en það sem Vg gagnrýndu á því síðasta!
Skorað er á meirihluta sveitarstjórnar að halda hið fyrsta fund og leggja gþau ögn og skýringar, sem óskað eftir, á borðið.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Á fundi sínum 7. mars 2012 ákvað sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hafnar yrðu framkvæmdir við viðbyggingu og endurbætur á Árskóla. Á sama fundi var þriggja ára áætlun sveitarfélagsins samþykkt, í þeirri áætlun var fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 leiðrétt og breytt með tilliti til framkvæmdarinnar til að sjá fjárhagsleg áhrif á fjárhagstöðu sveitarfélagsins til lengri tíma. Búið er að fjalla um framkvæmdir við Árskóla á yfir 20 sveitarstjórnar- og byggðarráðsfundum.
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson.