Fara í efni

Hrognkelsaveiðar - bókun bæjarráðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 1302216

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 619. fundur - 06.03.2013

Lagt fram afrit af bréfi frá stjórn Smábátafélagsins Skalla til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er varðar reglugerð nr. 106. frá 7. febrúar 2013 um takmörkun veiða, ásamt bókun Bæjarráðs Fjallabyggðar 26. febrúar 2013.

Byggðarráð Sveitarfélagins Skagafjarðar gagnrýnir harðlega framkomnar hugmyndir stjórnvalda um tilhögun grásleppuveiða fyrir árið 2013. Nái þessar tillögur fram að ganga óbreyttar þá er verið að setja í uppnám afkomu grásleppuútgerða í Skagafirði.

Byggðarráð Sveitarfélagins Skagafjarðar fer fram á það við atvinnu- og nýsköpunarráðherra að leggja til hliðar skerðingaráform vegna grásleppuveiða fyrir árið 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013

Afgreiðsla 618. fundar byggðaráðs staðfest á 299. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.