Fara í efni

Ketukirkjugarður

Málsnúmer 1303507

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 621. fundur - 04.04.2013

Lagt fram bréf frá Merete Rabölle, dags. 18. mars 2013 fyrir hönd sóknarnefndar Ketukirkju, þar sem óskað er eftir framlagi, að upphæð kr. 1.118.347.- vegna efnis til nýrrar girðingar um kirkjugarð Ketukirkju. Hlutur Skagabyggðar í þessum kostnaði er 25% sem hreppsnefndin þar hefur tekið jákvætt í að greiða.
Vísað er til laga nr. 36 frá 1993 4. maí IV. kafla um skyldur sveitarfélaga í þessa veru.
Byggðarráð samþykkir að greiða lögbundinn kostnað sveitarfélagsins, sem er í þessu tilfelli 75% af upphæðinni, af lið 11890.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 300. fundur - 17.04.2013

Afgreiðsla 621. fundargerðar byggðarráðs staðfest á 300. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.