Skólastjóri Varmahlíðarskóla - auglýst starf
Málsnúmer 1303521
Vakta málsnúmerSamstarfsnefnd með Akrahreppi - 20. fundur - 07.06.2013
Meirihluti samstarfsnefndar samþykkir að hafna öllum umsækjendum um starf skólastjóra Varmahlíðarskóla. Er það gert á grundvelli mats Capacent á umsækjendum, en samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar að leita til ráðningarfyrirtækis. Ákveðið er að auglýsa stöðuna aftur. Fulltrúar Akrahrepps ítreka að þeir lögðust í upphafi gegn því að leitað yrði til ráðningarfyrirtækis og vildu ráða Láru Gunndísi Magnúsdóttur í starfið. Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar óska bókað að þeir vildu ekki taka afstöðu til umsækjenda án faglegs mats á þeim.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013
Fundargerð 20. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.