Lagður fram tölvupóstur frá Hjalta Árnasyni dags. 25. mars 2013, með fundarboði um Ársþing Byggðarstofnunar sem haldið verður föstudaginn 5. apríl nk. í Miðgarði í Skagafirði.
Á fundinum mun Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra halda ávarp, auk þess sem afhending Landstólpans, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar fer fram. Þá verða undirritaðir nýir samningar um atvinnu- og byggðaþróun við atvinnuþróunarfélög.
Að loknum hefðbundnum ávörpum verður haldin ráðstefna undir heitinu ,,Brothættar byggðir - ný nálgun" Fyrirlesarar verða Sigríður K. Þorgrímsdóttir frá Byggðastofnun, Ása Dóra Finnbogadóttir, frá íbúasamtökum á Bíldudal, Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Sigríður Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Rauðku.
Tilkynna þarf þátttöku á fundinn á netfangið magga@byggdastofnun.is
Á fundinum mun Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra halda ávarp, auk þess sem afhending Landstólpans, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar fer fram. Þá verða undirritaðir nýir samningar um atvinnu- og byggðaþróun við atvinnuþróunarfélög.
Að loknum hefðbundnum ávörpum verður haldin ráðstefna undir heitinu ,,Brothættar byggðir - ný nálgun" Fyrirlesarar verða Sigríður K. Þorgrímsdóttir frá Byggðastofnun, Ása Dóra Finnbogadóttir, frá íbúasamtökum á Bíldudal, Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Sigríður Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Rauðku.
Tilkynna þarf þátttöku á fundinn á netfangið magga@byggdastofnun.is