Fara í efni

Heimsókn frá framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki

Málsnúmer 1304127

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 621. fundur - 04.04.2013

Hafsteinn Sæmundsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fjármál og rekstur stofnunarinnar.
Byggðarráð lýsir áhyggjum sínum yfir stöðu stofnunarinnar og mun enn á ný taka málið upp við Velferðarráðherra og ítreka að komið verði til móts við þarfir stofnunarinnar án tafar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 300. fundur - 17.04.2013

Afgreiðsla 621. fundargerðar byggðarráðs staðfest á 300. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.