Auglýsing eftir skólastjóra Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1304256
Vakta málsnúmerSamstarfsnefnd með Akrahreppi - 19. fundur - 06.05.2013
Lagðar fram 6 umsóknir um stöðu skólastjóra Varmahlíðarskóla. Meirihluti nefndarinnar, fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, samþykkja að leita til ráðningarstofu eftir umsögn og ráðleggingum um ráðningu í stöðuna. Fulltrúar Akrahrepps í nefndinni óska bókað að þeir séu á móti samþykkt meirihlutans.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013
Fundargerð 19. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.