Miklihóll land 196598 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1305033
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 244. fundur - 27.05.2013
Margrét S. Sigurmonsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Miklihóll land, landnúmer 196598, sækir um leyfi til að skipta landinu líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7189 dags. 23. apríl 2013. Miklihóll land 196598 sem verið er að skipta fylgir ekki lögbýlaréttur. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013
Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum