Beingarður 146367 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1305169
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 244. fundur - 27.05.2013
Eiríkur Loftsson kt. 080662-4089 og Stefanía Birna Jónsdóttir kt. 030263-3679, þinglýstir eigendur jarðarinnar Beingarðs (landnr. 146367) Hegranesi í Skagafirði sækja um leyfi til að stofna lóð 1 í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S12 í verki nr. 10173 dags. 15. maí 2013. Einnig sótt um að lóðin verði tekin úr landbúnaðarnotum. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Beingarður landnr. 146367. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146367. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013
Afgreiðsla 244. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum