Fara í efni

Beiðni um flutning vegslóða í landi Vindheima

Málsnúmer 1306048

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 167. fundur - 06.06.2013

Lagt fram til kynningar erindi frá Pétri G. Sigmundssyni, Vindheimum, þar sem hann óskar eftir flutning vegslóða í landi Vindheima, þannig að vegurinn verði færður til vesturs á árbakka Svartár. Hann verði lagður til norðurs strax og austur yfir núverandi brú á ánni er komið og þannig tengdur hliði og hrossarétt á landamerkjum Borgareyjar og Vindheima. Óskað er eftir að sveitarfélagið verði við þessari málaleitan landeigenda og sjái til þess að umræddur vegaslóði verði fluttur áður en sumarumferð verður íþyngjandi. Landeigendur eru reiðubúnir að leggja til efni í vegagerð án endurgjalds og greiða fyrir verkinu eftir því sem verða má.
Landbúnaðarnefnd óskar eftir því að veitu- og framkvæmdasvið vinni kostnaðaráætlun um þessa framkvæmd sem ekki er á fjárhagsáætlun ársins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Afgreiðsla 167. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 169. fundur - 15.10.2013

Málið áður á dagskrá 167. fundar landbúnaðarnefndar. Flutningur vegslóða og ræsisgerð í landi Vindheima.
Landbúnaðarnefnd mælir með því við byggðarráð að farið verði í þessa framkvæmd nú í haust og samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs þar sem ekki er til fjármagn á fjárhagsáætlun ársins 2013 til verksins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 639. fundur - 17.10.2013

Í upphafi fundar var samþykkt að taka með afbrigðum mál 1310170 Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - hlutafé í Mótun ehf. á dagskrá.
Málinu vísað frá 167. fundi landbúnaðarnefndar. Málið varðar flutning á vegslóða og ræsisgerð í landi Vindheima vegna aðgengi að Borgarey. Landbúnaðarnefnd mælir með því að farið verði í þessa framkvæmd nú í haust.
Byggðarráð samþykkir framkvæmdina og felur veitu- og framkvæmdasviði útfærslu verkefnisins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 639. fundar byggðaráðs staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 169. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.