Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

169. fundur 15. október 2013 kl. 10:00 - 12:01 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg H Hafstað varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um flutning vegslóða í landi Vindheima

Málsnúmer 1306048Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 167. fundar landbúnaðarnefndar. Flutningur vegslóða og ræsisgerð í landi Vindheima.
Landbúnaðarnefnd mælir með því við byggðarráð að farið verði í þessa framkvæmd nú í haust og samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs þar sem ekki er til fjármagn á fjárhagsáætlun ársins 2013 til verksins.

2.Ristahlið á veginum upp í Deildardal

Málsnúmer 1307042Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 168. fundar landbúnaðarnefndar. Ósk um færslu á ristahliði á veginum upp í Deildardal.
Arnór Gunnarsson skýrði frá viðræðum við Vegagerðina og aðstæðum á svæðinu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að ristahliðið verði ekki fært að sinni. Unnið verði að úrlausn girðingamála á svæðinu.

3.Umsjón með beitarhólfum á Hofsósi - uppsögn

Málsnúmer 1308027Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Upprekstrarfélagi Hofsóss og Unadals þar sem félagið segir sig frá allri umsjón með beitarhólfum í Hofsósi.
Landbúnaðarnefnd þakkar nefndarmönnum vel unnin störf undanfarin ár og felur Arnóri Gunnarssyni þjónustufulltrúa umsjónina fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Skil á skýrslum um refa og minkaveiði

Málsnúmer 1310071Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun varðandi skýrsluskil um refa- og minkaveiði á veiðiárinu 1. september 2012 - 31. ágúst 2013. Arnór Gunnarsson skýrði frá því að á tímabilinu voru unnir 317 refir og 125 minkar í sveitarfélaginu. Útlagður kostnaður vegna refaveiða var 5.011.016 kr. og vegna minkaveiða 811.200 kr.

5.Fjárhagsáætlun 2014 - landbúnaðarmál

Málsnúmer 1310092Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2014 fyrir landbúnaðarmál, samtals að upphæð 10.630.000 kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs.

6.Tunga 146914 - uppsögn leigu

Málsnúmer 1310093Vakta málsnúmer

Lagður fram leigusamningur á milli ríkisins og sveitarfélagsins um eyðijörðina Tungu 146914 í Fljótum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að segja leigusamningnum upp.

7.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd vísar drögunum til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar, skipulags- og byggingarnefndar og byggðarráðs.

8.Fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu - endurskoðun

Málsnúmer 1310121Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun á fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu. Samþykkt að setja saman hóp undir stjórn Arnórs Gunnarssonar. Tilnefndir eru Smári Borgarsson, Haraldur Þór Jóhannsson og einn fulltrúi frá Akrahreppi.

Fundi slitið - kl. 12:01.