Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Beiðni um flutning vegslóða í landi Vindheima
Málsnúmer 1306048Vakta málsnúmer
2.Ristahlið á veginum upp í Deildardal
Málsnúmer 1307042Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 168. fundar landbúnaðarnefndar. Ósk um færslu á ristahliði á veginum upp í Deildardal.
Arnór Gunnarsson skýrði frá viðræðum við Vegagerðina og aðstæðum á svæðinu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að ristahliðið verði ekki fært að sinni. Unnið verði að úrlausn girðingamála á svæðinu.
Arnór Gunnarsson skýrði frá viðræðum við Vegagerðina og aðstæðum á svæðinu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að ristahliðið verði ekki fært að sinni. Unnið verði að úrlausn girðingamála á svæðinu.
3.Umsjón með beitarhólfum á Hofsósi - uppsögn
Málsnúmer 1308027Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Upprekstrarfélagi Hofsóss og Unadals þar sem félagið segir sig frá allri umsjón með beitarhólfum í Hofsósi.
Landbúnaðarnefnd þakkar nefndarmönnum vel unnin störf undanfarin ár og felur Arnóri Gunnarssyni þjónustufulltrúa umsjónina fyrir hönd sveitarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd þakkar nefndarmönnum vel unnin störf undanfarin ár og felur Arnóri Gunnarssyni þjónustufulltrúa umsjónina fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.Skil á skýrslum um refa og minkaveiði
Málsnúmer 1310071Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun varðandi skýrsluskil um refa- og minkaveiði á veiðiárinu 1. september 2012 - 31. ágúst 2013. Arnór Gunnarsson skýrði frá því að á tímabilinu voru unnir 317 refir og 125 minkar í sveitarfélaginu. Útlagður kostnaður vegna refaveiða var 5.011.016 kr. og vegna minkaveiða 811.200 kr.
5.Fjárhagsáætlun 2014 - landbúnaðarmál
Málsnúmer 1310092Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2014 fyrir landbúnaðarmál, samtals að upphæð 10.630.000 kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs.
6.Tunga 146914 - uppsögn leigu
Málsnúmer 1310093Vakta málsnúmer
Lagður fram leigusamningur á milli ríkisins og sveitarfélagsins um eyðijörðina Tungu 146914 í Fljótum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að segja leigusamningnum upp.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að segja leigusamningnum upp.
7.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði
Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd vísar drögunum til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar, skipulags- og byggingarnefndar og byggðarráðs.
Landbúnaðarnefnd vísar drögunum til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar, skipulags- og byggingarnefndar og byggðarráðs.
8.Fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu - endurskoðun
Málsnúmer 1310121Vakta málsnúmer
Rætt um endurskoðun á fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu. Samþykkt að setja saman hóp undir stjórn Arnórs Gunnarssonar. Tilnefndir eru Smári Borgarsson, Haraldur Þór Jóhannsson og einn fulltrúi frá Akrahreppi.
Fundi slitið - kl. 12:01.
Landbúnaðarnefnd mælir með því við byggðarráð að farið verði í þessa framkvæmd nú í haust og samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs þar sem ekki er til fjármagn á fjárhagsáætlun ársins 2013 til verksins.