Skipulag Tónlistarskóla Skagafjarðar 2013-2014
Málsnúmer 1306049
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 88. fundur - 10.06.2013
Skólastjóri Tónlistarskólans kynnti áform um skipulag skólans næsta skólaár. Fræðslunefnd samþykkir að bjóða upp á hálft nám fyrir nemendur 1.-3. bekkjar grunnskóla og yngri, skólaárið 2013-2014. Eldri nemendum stendur einungis heilt nám til boða. Nefndin felur skólastjóra og fræðslustjóra að vinna áfram að málinu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013
Afgreiðsla 88. fundar fræðslunefndar staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.