Lagt fram bréf frá hátíðarnefnd Jónsmessuhátíðar á Hofsósi 2013, þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð 430.000 kr. til að standa straum af kostnaði við hátíðina. Einnig er óskað eftir endurgjaldlausum afnotum af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Byggðarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 21890.
Byggðarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 21890.