Fara í efni

Ósk um lausn frá störfum

Málsnúmer 1306139

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Ég, Arnrún Halla Arnórsdóttir, óska eftir lausn frá störfum mínum fyrir Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar, frá deginum í dag til loka kjörtímabilsins, maí 2014.
Þetta geri ég af persónulegum ástæðum og vegna krefjandi náms sem ég hef í haust. Vil ég þakka fyrir frábært samstarf, öllum þeim sem ég hef verið svo heppin að fá að vinna með síðastliðin 3 ár.
Einnig vil ég þakka kjósendum fyrir auðsýnt traust.

Arnrún Halla Arnórsdóttir

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar þakkar Arnrúnu Höllu störf hennar í þágu sveitarfélagsins.

Forseti gerir tillögu um eftirfarandi fulltrúa í stað Arnrúnar Höllu Arnórsdóttur.
Aðalmaður í félags- og tómstundanefnd: Bjarni Jónsson
Varamaður í skipulags-og byggingarnefnd: Björg Baldursdóttir.
Aðalmaður í Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra: Gísli Árnason.
Aðalmaður kjaranefnd: Björg Baldursdóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.