Sundlaugar í Skagafirði
Málsnúmer 1307046
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 198. fundur - 18.09.2013
Félags- og tómstundanefnd fjallaði um málefni sundlauga í eigu sveitarfélagsins sem leigðar eru verktökum til reksturs. Mikilvægt er að samningar sem gerðir hafa verið verði endurskoðaðir með tilliti til ábendinga heilbrigðisfulltrúa. Sundlaugin á Sólgörðum er í senn skólamannvirki en einnig mikilvæg fyrir mannlíf í Fljótum. Nefndin samþykkir að efna til funda með heimamönnum í Fljótum um framtíðarfyrirkomulag á rekstri sundlaugarinnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013
Afgreiðsla 198. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.