Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sundlaugar í Skagafirði
Málsnúmer 1307046Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd fjallaði um málefni sundlauga í eigu sveitarfélagsins sem leigðar eru verktökum til reksturs. Mikilvægt er að samningar sem gerðir hafa verið verði endurskoðaðir með tilliti til ábendinga heilbrigðisfulltrúa. Sundlaugin á Sólgörðum er í senn skólamannvirki en einnig mikilvæg fyrir mannlíf í Fljótum. Nefndin samþykkir að efna til funda með heimamönnum í Fljótum um framtíðarfyrirkomulag á rekstri sundlaugarinnar.
2.Landsfundur jafnréttisnefnda 2013
Málsnúmer 1309070Vakta málsnúmer
Dagskrá landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga lögð fram og kynnt.
3.Unglingalandsmót 2014
Málsnúmer 1309211Vakta málsnúmer
Rætt um undirbúning að unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Sauðárkróki 2014. Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með ftr. UMSS og ftr. UMFÍ um undirbúning mótsins.
4.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir að halda áfram vinnu við gerð fjölskyldustefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Sviðsstjóra og félagsmálastjóra falið að vinna tímaáætlun fyrir þá vinnu og leggja fyrir næsta fund.
5.Evrópuverkefni-Stretched minds
Málsnúmer 1309216Vakta málsnúmer
Þorvaldur Gröndal kom á fundinn og kynnti Evrópuverkefnið Stretched minds. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins og snerist um að kynna lausnir Sveitarfélagsins Skagafjarðar á vinnu og afþreyingu ungs fólks til ítalskra samstarfsaðila. Verkefninu lýkur 30. september nk.
6.Fundagerðir þjónustuhóps SSNV 2013
Málsnúmer 1303131Vakta málsnúmer
Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar. Rætt um undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar 2014 fyrir Byggðasamlag um málefni fatlaðra. Ljóst er að fjárhagsleg staða samlagsins er þröng.
7.Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu á einkaheimili-María Dagmar.
Málsnúmer 1309117Vakta málsnúmer
María Dagmar tók aftur til starfa s.l. vor eftir að hafa gert hlé á starfi sem dagforeldri í fáein ár. Hún sækir um endurnýjun leyfis. Félagsmálastjóri veitti heimild til að hún byrjaði enda lágu öll gögn fyrir.
Nefndin staðfestir ákvörðun félagsmálastjóra um leyfisveitingu fyrir fimm börnum samkvæmt reglugerð.
Nefndin staðfestir ákvörðun félagsmálastjóra um leyfisveitingu fyrir fimm börnum samkvæmt reglugerð.
8.Fjárhagsaðstoð 2013 trúnaðarbók
Málsnúmer 1302075Vakta málsnúmer
Umfjöllun um fjárhagsaðstoð er frestað til mánudags 23. september kl 17:00.
9.Verklagsreglur vegna styrkja til ungs afreksfólks í íþróttum
Málsnúmer 1309237Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir að fela forstöðumanni íþróttamála og sviðsstjóra að móta tillögur að verklagsreglum fyrir veitingu styrkja til ungs afreksfólks í íþróttum og leggja fyrir næsta fund.
Fundi slitið - kl. 15:13.
Gunnar Sandholt mætti á fundinn eftir afgreiðslu liða 1 og 2. Áheyrnarfulltrúar viku af fundi undir afgreiðslu trúnaðarmála. Aðalbjörg Hallmundsdóttir sat fundinn undir liðnum trúnaðarmál.