Borgarmýri 5,Gæran - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis
Málsnúmer 1307132
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 246. fundur - 07.08.2013
Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki um umsókn Laufeyjar Skúladóttur kt. 081079-3239 fyrir hönd Gærunnar ehf. kt. 690705-1330 um tækifærisleyfi fyrir Tónlistarhátíðina Gæruna 2013 sem haldin verður í húsnæði Loðskinns að Borgarmýri 5, 550 Sauðárkróki, dagana 16.-18. ágúst 2013. Tónlistarflutningur 22 hljómsveita frá kl: 18:00-02:00. Í svari til sýslumannsins á Sauðárkróki 23. júlí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 633. fundur - 08.08.2013
Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 633. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.