Róðhóll 146580 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1307155
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 246. fundur - 07.08.2013
Jóhanna Marín Kristjánsdóttir kt. 070734-3899 eigandi jarðarinnar Róðhóls (landnr. 146580) í Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta jörðinni, stofna land 1 úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits og afstöðuuppdráttur sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur, gerir grein fyrir fyrirhuguðum landskiptum. Uppdrátturinn er númer S01 í verki nr. 7625, dags. 05.07.2013. Innan þess lands, sem verið er að skipta úr jörðinni Róðhóll landnr. 146580 standa eftirtalin mannvirki. 01 Ræktað land, 02 Geymsla, 03 Fjós, 04 Fjárhús, 05 Hlaða m/súgþurrkun, 06 Hlaða, 07 Haugstæði, 08 Véla/verkfærageymsla, 09 Íbúð, 10 Véla/verkfærageymsla, 11 Hlaða. Lögbýlarétturinn mun fylgja hinu nýja landnúmeri. Erindið samþykkt.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 633. fundur - 08.08.2013
Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 633. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.