Fara í efni

Áætlunarflug til Sauðárkróks

Málsnúmer 1308048

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 636. fundur - 19.09.2013

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu varðandi stuðning við áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli. Í bréfinu segir:"Staða ríkissjóðs er þröng og er ekki gert ráð fyrir að áætlunarflugið verði styrkt af ríkinu, hvorki á núgildandi samgönguáætlun né fjárlögum. Því miður eru við þessar aðstæður ekki forsendur til þess að verða við beiðni yðar um frekari stuðning á þessu stigi."

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Mikilvægi almenningssamgangna fyrir landsbyggðarsamfélög líkt og Sveitarfélagið Skagafjörð verður seint að fullu metið. Þeir samningar sem sveitarfélagið gerði við flugfélagið Air Artic og sveitarstjórn samþykkti samróma eru úr gildi og því ríkir óvissa um áframhald áætlunarflugs til og frá Sauðárkróki. Sú niðurstaða sem liggur fyrir í bréfi innanríkisráðuneytisins eru mikil vonbrigði og þau rök að samgöngubætur í einu kjördæmi hafi áhrif á framlög til almenningssamgangna í öðru ganga ekki upp.
Ef þessi flugleið leggst af verður Norðurland vestra eini landshlutinn utan áhrifasvæðis höfðurborgarinnar sem ekki nýtur almenningsflugsamgangna. Slíkt er óásættanlegt með öllu og skerðir verulega samkeppnishæfni svæðisins.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkið að endurskoða afstöðu sína og tryggja að áfram verði flogið á milli Skagafjarðar og Reykjavíkur og styrkja þar með stoðir hinna dreifðu byggða landsins í anda þeirra byggðarstefnu sem boðuð hefur verið.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson

Lögð fram bókun:
Bókun byggðarráðs frá síðasta fundi og meirihluta sveitarstjórnar í gær á sveitarstjórnarfulltrúa Samfylkingarinnar. Bókun sem vísar til þess að undirrituð stundi einkennileg vinnubrögð með því að bóka kostnað sveitarfélagsins við flug til og frá Sauðárkróki, hvetur undirritaða ekki til að skrifa undir ofanritaða bókun byggðarráðs.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 639. fundur - 17.10.2013

Málefni áætlunarflugs til Sauðárkróks rædd. Áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli er Skagafirði mikilvægt. Byggðarráð leggur á það þunga áherslu að Skagafjörður verði hafður með í næsta útboði ríkisins á innanlandsflugi. Ef innanlandsflugs nýtur ekki við, skerðir það samkeppnishæfni Skagafjarðar sem og Norðurlands vestra, en sá landshluti verður þá eini landshlutin utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar sem ekki nýtur áætlunarflugs. Byggðarráð samþykkir að gera samning til áramóta við Eyjaflug um áætlunarflug milli Reykavíkur og Sauðárkróks og skorar jafnframt á stjórnvöld að auka fjárframlög til innanlandsflugsins í komandi fjárlögum í anda þeirrar byggðarstefnu sem boðuð hefur verið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 640. fundur - 24.10.2013

Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Eyjaflugs um flug á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks til 31. desember 2013.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 636. fundar byggðaráðs staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 639. fundar byggðaráðs staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Undirrituð telur ekki rétt að skattfé íbúana sé nýtt til þess að niðurgreiða flug til Sauðárkróks. Fram hefur komið í bréfi frá innanríkisráðuneytinu sem lagt var fram á fundi byggðaráðs 19. september sl. sem innanríkisráðherra staðfesti síðan í ræðu sinni á ársþingi SSNV 17-19. október sl.að ekki er gert ráð fyrir að áætlunarflugið verið styrkt af ríkinu, hvorki á núgildandi samgönguáætlun né fjárlögum. Nú þegar hefur sveitarfélagið styrkt flugið um 27 m.kr. og lagt er til að gerður verði nýr samningur til áramóta sem kosta mun sveitarfélagið allt að 2.9 m.kr. og er í þeim samningi gert ráð fyrir að flogið verði einu sinni í viku. Ég greiði atkvæði á móti þessum samningi og tel nóg gert í því að setja fjármuni íbúa til niðurgreiðslu flugs.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun meirihlutans frá fundi byggðarráðs þann 19.september sl. svohljóðandi.
Mikilvægi almenningssamgangna fyrir landsbyggðarsamfélög líkt og Sveitarfélagið Skagafjörð verður seint að fullu metið. Þeir samningar sem sveitarfélagið gerði við flugfélagið Air Artic og sveitarstjórn samþykkti samróma eru úr gildi og því ríkir óvissa um áframhald áætlunarflugs til og frá Sauðárkróki. Sú niðurstaða sem liggur fyrir í bréfi innanríkisráðuneytisins eru mikil vonbrigði og þau rök að samgöngubætur í einu kjördæmi hafi áhrif á framlög til almenningssamgangna í öðru ganga ekki upp.
Ef þessi flugleið leggst af verður Norðurland vestra eini landshlutinn utan áhrifasvæðis höfðurborgarinnar sem ekki nýtur almenningsflugsamgangna. Slíkt er óásættanlegt með öllu og skerðir verulega samkeppnishæfni svæðisins.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkið að endurskoða afstöðu sína og tryggja að áfram verði flogið á milli Skagafjarðar og Reykjavíkur og styrkja þar með stoðir hinna dreifðu byggða landsins í anda þeirra byggðarstefnu sem boðuð hefur verið.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Ég tek stöðu með hverskonar flugi en tek ekki stöðu með því að útsvar íbúa sveitarfélagsins sé nýtt til niðurgreiðslu flugs. Skora á ríkið og þingmenn kjördæmisins að tryggja að flugsamgöngur innanlands verði tryggðar þ.m.t. flug til Sauðárkróks.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni.

Afgreiðsla 640. fundar byggðaráðs staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsódttir greiddi atkvæði á móti.