Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - Fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 1309244Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2013, um að hækka fjárveitingu til málaflokks 02110 - fjárhagsaðstoð um 9.000.000 kr. Tekjur í málaflokki 28020 verði hækkaðar um sömu upphæð vegna arðgreiðslna sem ekki var gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð samþykkir viðaukanna.
Byggðarráð samþykkir viðaukanna.
2.Sögusetur íslenska hestsins - rekstrarstyrkur 2013
Málsnúmer 1309159Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sögusetri íslenska hestsins, þar sem sótt er um rekstrarstyrk til starfsemi setursins á árinu 2013.
Byggðarráð samþykkir að veita Sögusetri íslenska hestsins 1.500.000 kr. í rekstrarstyrk af fjárveitingu málaflokks 05890.
Byggðarráð samþykkir að veita Sögusetri íslenska hestsins 1.500.000 kr. í rekstrarstyrk af fjárveitingu málaflokks 05890.
3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - breyting framkvæmda
Málsnúmer 1309227Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 vegna eftirtalinna framkvæmda:
Hafnarsjóður - smábátahöfn, 15.200.000 kr.
Eignasjóður - gatnagerð; Frágangur við Læknisbústað á Sauðárhæðum, 1.300.000 kr., umferðarmál við Árskóla (sleppisvæði við Skagfirðingabraut) 9.000.000 kr.
Skagafjarðarveitur - hitaveituframkvæmdir vegna nýrrar stofnlagnar á hafnarsvæði, 50.000.000 kr.
Samtals 75.500.000 kr.
Til þess að fjármagna ofangreindar framkvæmdir er lagt til að færa framkvæmdafé af eftirtöldum fjárfestingarverkefnum sem ráðgerð voru á árinu 2013:
Eignasjóður:
Gatnagerð við Skarðseyri, 4.800.000 kr. (hluti frestast til næsta árs)
Opin svæði/Sauðársvæðið, 3.200.000 kr. (kostnaður lægri en áætlað var)
Fasteignir - Leikskólinn á Hofsósi, 4.000.000 kr. (ekki verður af hönnun á flutningi leikskóla í grunnskóla í ár)
Fasteignir - Leikskólinn í Varmahlíð, 2.500.000 kr. (kostnaður lægri en áætlað var)
Fasteignir - Safnahúsið á Sauðárkróki, 31.000.000 kr. (hönnunarvinnu ekki lokið og framkvæmdir dragast af þeim sökum til næsta árs)
Fasteignir - Iðja (Furukot), 30.000.000 kr. (breytingar á Furukoti frestast vegna óvissu um útleigu)
Samtals 75.500.000 kr.
Byggðarráð samþykkir ofangreindan viðauka við fjárhagsáætun 2013.
Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, leggur fram eftirfarandi bókun:
Áður en ákveðið er að fresta framkvæmdum, s.s. við Safnahúsið og leikskóla, og setja ofar á framkvæmdalista hitaveituframkvæmdir í þágu eins fyrirtækis, sem kosta sveitarfélagið 50 milljónir króna,þá er nauðsynlegt að leggja fram útreikninga á arðsemi þeirrar framkvæmdar fyrir sveitarfélagið.
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Eðlilegt er að taka fjármagn af þeim liðum í framkvæmdaráætlun sem útséð er með að ekki verður hægt að fara í að hluta eða öllu leyti á þessu ári og setja í þær framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur þurft að ráðast í á árinu og ekki voru á framkvæmdaráætlun ársins. Öll gögn er varða hitaveituframkvæmd Skagafjarðaveitna vegna stofnlagna að hafnarsvæði liggja fyrir í fundargerðum Skagafjarðarveitna og ítrekað hefur verið rætt um byggingarframkvæmdina í hinum ýmsu nefndum sveitarfélagsins þannig að það hafi ekki átt að koma neinum á óvart að Skagafjarðarveitur þyrftu að ráðast í framkvæmdir.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Viðaukinn boðar miklar breytingar á forgangsröð framkvæmda sveitarfélagsins og það án þess að hafi farið fram kynning á breyttri forgangsröð fyrir íbúum sveitarfélagsins. Ekkert mælir á móti því að samþykkt viðaukans sé slegið á frest þar tl umbeðin gögn hafa verið lögð fram.
Stefán Vagn Stefánsson bókar:
Breyting á forgangsröðun á sér eðlilegar skýringar líkt og kemur fram í bókun byggðarráðs hér að ofan.
Hafnarsjóður - smábátahöfn, 15.200.000 kr.
Eignasjóður - gatnagerð; Frágangur við Læknisbústað á Sauðárhæðum, 1.300.000 kr., umferðarmál við Árskóla (sleppisvæði við Skagfirðingabraut) 9.000.000 kr.
Skagafjarðarveitur - hitaveituframkvæmdir vegna nýrrar stofnlagnar á hafnarsvæði, 50.000.000 kr.
Samtals 75.500.000 kr.
Til þess að fjármagna ofangreindar framkvæmdir er lagt til að færa framkvæmdafé af eftirtöldum fjárfestingarverkefnum sem ráðgerð voru á árinu 2013:
Eignasjóður:
Gatnagerð við Skarðseyri, 4.800.000 kr. (hluti frestast til næsta árs)
Opin svæði/Sauðársvæðið, 3.200.000 kr. (kostnaður lægri en áætlað var)
Fasteignir - Leikskólinn á Hofsósi, 4.000.000 kr. (ekki verður af hönnun á flutningi leikskóla í grunnskóla í ár)
Fasteignir - Leikskólinn í Varmahlíð, 2.500.000 kr. (kostnaður lægri en áætlað var)
Fasteignir - Safnahúsið á Sauðárkróki, 31.000.000 kr. (hönnunarvinnu ekki lokið og framkvæmdir dragast af þeim sökum til næsta árs)
Fasteignir - Iðja (Furukot), 30.000.000 kr. (breytingar á Furukoti frestast vegna óvissu um útleigu)
Samtals 75.500.000 kr.
Byggðarráð samþykkir ofangreindan viðauka við fjárhagsáætun 2013.
Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, leggur fram eftirfarandi bókun:
Áður en ákveðið er að fresta framkvæmdum, s.s. við Safnahúsið og leikskóla, og setja ofar á framkvæmdalista hitaveituframkvæmdir í þágu eins fyrirtækis, sem kosta sveitarfélagið 50 milljónir króna,þá er nauðsynlegt að leggja fram útreikninga á arðsemi þeirrar framkvæmdar fyrir sveitarfélagið.
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Eðlilegt er að taka fjármagn af þeim liðum í framkvæmdaráætlun sem útséð er með að ekki verður hægt að fara í að hluta eða öllu leyti á þessu ári og setja í þær framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur þurft að ráðast í á árinu og ekki voru á framkvæmdaráætlun ársins. Öll gögn er varða hitaveituframkvæmd Skagafjarðaveitna vegna stofnlagna að hafnarsvæði liggja fyrir í fundargerðum Skagafjarðarveitna og ítrekað hefur verið rætt um byggingarframkvæmdina í hinum ýmsu nefndum sveitarfélagsins þannig að það hafi ekki átt að koma neinum á óvart að Skagafjarðarveitur þyrftu að ráðast í framkvæmdir.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Viðaukinn boðar miklar breytingar á forgangsröð framkvæmda sveitarfélagsins og það án þess að hafi farið fram kynning á breyttri forgangsröð fyrir íbúum sveitarfélagsins. Ekkert mælir á móti því að samþykkt viðaukans sé slegið á frest þar tl umbeðin gögn hafa verið lögð fram.
Stefán Vagn Stefánsson bókar:
Breyting á forgangsröðun á sér eðlilegar skýringar líkt og kemur fram í bókun byggðarráðs hér að ofan.
4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - bifreiðakaup
Málsnúmer 1309228Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 vegna þjónustustöðvar, til kaupa á tveimur bifreiðum, að verðmæti allt að 4.500.000 kr. samtals. Kaupin verði fjármögnuð með söluhagnaði af sölu traktorsgröfu.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2013.
5.Áætlunarflug til Sauðárkróks
Málsnúmer 1308048Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu varðandi stuðning við áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli. Í bréfinu segir:"Staða ríkissjóðs er þröng og er ekki gert ráð fyrir að áætlunarflugið verði styrkt af ríkinu, hvorki á núgildandi samgönguáætlun né fjárlögum. Því miður eru við þessar aðstæður ekki forsendur til þess að verða við beiðni yðar um frekari stuðning á þessu stigi."
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Mikilvægi almenningssamgangna fyrir landsbyggðarsamfélög líkt og Sveitarfélagið Skagafjörð verður seint að fullu metið. Þeir samningar sem sveitarfélagið gerði við flugfélagið Air Artic og sveitarstjórn samþykkti samróma eru úr gildi og því ríkir óvissa um áframhald áætlunarflugs til og frá Sauðárkróki. Sú niðurstaða sem liggur fyrir í bréfi innanríkisráðuneytisins eru mikil vonbrigði og þau rök að samgöngubætur í einu kjördæmi hafi áhrif á framlög til almenningssamgangna í öðru ganga ekki upp.
Ef þessi flugleið leggst af verður Norðurland vestra eini landshlutinn utan áhrifasvæðis höfðurborgarinnar sem ekki nýtur almenningsflugsamgangna. Slíkt er óásættanlegt með öllu og skerðir verulega samkeppnishæfni svæðisins.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkið að endurskoða afstöðu sína og tryggja að áfram verði flogið á milli Skagafjarðar og Reykjavíkur og styrkja þar með stoðir hinna dreifðu byggða landsins í anda þeirra byggðarstefnu sem boðuð hefur verið.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Lögð fram bókun:
Bókun byggðarráðs frá síðasta fundi og meirihluta sveitarstjórnar í gær á sveitarstjórnarfulltrúa Samfylkingarinnar. Bókun sem vísar til þess að undirrituð stundi einkennileg vinnubrögð með því að bóka kostnað sveitarfélagsins við flug til og frá Sauðárkróki, hvetur undirritaða ekki til að skrifa undir ofanritaða bókun byggðarráðs.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Mikilvægi almenningssamgangna fyrir landsbyggðarsamfélög líkt og Sveitarfélagið Skagafjörð verður seint að fullu metið. Þeir samningar sem sveitarfélagið gerði við flugfélagið Air Artic og sveitarstjórn samþykkti samróma eru úr gildi og því ríkir óvissa um áframhald áætlunarflugs til og frá Sauðárkróki. Sú niðurstaða sem liggur fyrir í bréfi innanríkisráðuneytisins eru mikil vonbrigði og þau rök að samgöngubætur í einu kjördæmi hafi áhrif á framlög til almenningssamgangna í öðru ganga ekki upp.
Ef þessi flugleið leggst af verður Norðurland vestra eini landshlutinn utan áhrifasvæðis höfðurborgarinnar sem ekki nýtur almenningsflugsamgangna. Slíkt er óásættanlegt með öllu og skerðir verulega samkeppnishæfni svæðisins.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkið að endurskoða afstöðu sína og tryggja að áfram verði flogið á milli Skagafjarðar og Reykjavíkur og styrkja þar með stoðir hinna dreifðu byggða landsins í anda þeirra byggðarstefnu sem boðuð hefur verið.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Lögð fram bókun:
Bókun byggðarráðs frá síðasta fundi og meirihluta sveitarstjórnar í gær á sveitarstjórnarfulltrúa Samfylkingarinnar. Bókun sem vísar til þess að undirrituð stundi einkennileg vinnubrögð með því að bóka kostnað sveitarfélagsins við flug til og frá Sauðárkróki, hvetur undirritaða ekki til að skrifa undir ofanritaða bókun byggðarráðs.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
6.Tillaga frá S.Þ. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fresta öllum kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum.
Málsnúmer 1306137Vakta málsnúmer
Málinu frestað til næsta fundar.
7.Beiðni um mál fyrir byggðarráð
Málsnúmer 1309222Vakta málsnúmer
Að ósk Sigurjóns Þórðarsonar fulltrúa Frjálslyndra og óháðra var framtíð sýslumannsembættisins á Sauðárkróki rædd.
8.Fundur með alþingismönnum Norðvesturkjördæmis
Málsnúmer 1309258Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða að taka þetta mál á dagskrá með afbrigðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með alþingismönnum Norðvesturkjördæmis til viðræðu um ýmis hagsmunamál sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með alþingismönnum Norðvesturkjördæmis til viðræðu um ýmis hagsmunamál sveitarfélagsins.
9.Ferðasmiðjan ehf - aðalfundur vegna ársins 2012
Málsnúmer 1307140Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Ferðasmiðjunnar ehf. vegna ársins 2012 ásamt ársreikningi.
10.Rekstrarupplýsingar 2013
Málsnúmer 1305122Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar óendurskoðaðar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar - júlí 2013, ásamt yfirliti yfir langtímaskuldir pr. 31. ágúst 2013.
Fundi slitið - kl. 12:13.
Var það samþykkt samhljóða.