Skil á skýrslum um refa og minkaveiði
Málsnúmer 1310071
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 169. fundur - 15.10.2013
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun varðandi skýrsluskil um refa- og minkaveiði á veiðiárinu 1. september 2012 - 31. ágúst 2013. Arnór Gunnarsson skýrði frá því að á tímabilinu voru unnir 317 refir og 125 minkar í sveitarfélaginu. Útlagður kostnaður vegna refaveiða var 5.011.016 kr. og vegna minkaveiða 811.200 kr.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013
Afgreiðsla 169. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.