Fara í efni

Tillaga að óbreyttri gjaldskrá

Málsnúmer 1311183

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Stefán Vagn Stefánsson kynnti eftirfarandi tillögu.

Í ljósi viðsnúnings og jákvæðrar þróunar í rekstri sveitarfélagsins hefur meirihluti framsóknar og vinstri grænna í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákveðið að leggja til að ekki verði farið í gjaldskrárhækkanir fyrir árið 2014 er snúa aðallega að börnum, barnafólki og eldri borgurum. Lagt er til að eftirfarandi gjaldskrár verði ekki hækkaðar frá fyrra ári þrátt fyrir verðlagshækkanir:

Leikskólagjöld
Skólamáltíðir í leik-og grunnskólum
Skóladagvist
Tónlistarnám
Hljóðfæraleiga
Aðgangseyrir í sundlaugar, (Áfram verður frítt í sund fyrir börn og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu).
Dagvist aldraðra
Heimaþjónusta
Tómstundastarf barna á vegum sveitarfélagsins

Á kjörtímabilinu hefur verið ráðist í viðamiklar hagræðingaaðgerðir hjá sveitarfélaginu með samstilltu átaki sveitarstjórnar, starfsfólks sveitarfélagsins og íbúum þess. Sá árangur sem náðst hefur er grunnurinn að því að hægt er að fara í fyrrgreindar aðgerðir. Meirihluti framsóknar og vinstri grænna í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að með þessum aðgerðum sé sveitarstjórn að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stuðla að stöðugleika, halda aftur af verðbólgu á komandi ári og að kaupmáttur íbúanna aukist í raun.
Með samþykkt tillögunnar verða gjöld og álögur á fjölskyldufólk og eldri borgara áfram með því lægsta sem gerist á landsvísu. Markmiðið er að tryggja að Skagafjörður sé og verði í fremstu röð sem ákjósanlegur búsetukostur.

Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Bjarki Tryggvason
Sigríður Magnúsdóttir
Viggó Jónsson

Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.