Fara í efni

Alexandersflugvöllur

Málsnúmer 1401165

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 648. fundur - 16.01.2014

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir framkomnar hugmyndir um að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir millilandaflug. Fagaðilar hafa bent á mikilvægi þess að fjölga varaflugvöllum á Íslandi í stað flugvallarins í Glasgow en slíkt myndi spara flugrekstraraðilum verulega fjármuni á hverju ári og auka öryggi flugfarþega. Þessu til stuðnings má nefna að þegar millilandaflug lá niðri vegna gossins í Eyjafjallajökli var Alexandersflugvöllur opinn. Með auknum fjölda erlendra ferðamanna til Íslands er mikilvægt að hægt verði að tryggja komu og brottför þeirra til og frá landinu. Lendingarskilyrði á Alexandersflugvelli eru ein þau bestu á landinu sem tryggja að völlurinn er opinn nær alla daga ársins sem myndi auka öryggi farþega og flugrekstraraðila verulega. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á íslensk stjórnvöld að hefjast strax handa við þá vinnu að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflug.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Sigríður Svavarsdóttir
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir framkomnar hugmyndir um að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir millilandaflug.

Fagaðilar hafa bent á mikilvægi þess að fjölga varaflugvöllum á Íslandi í stað flugvallarins í Glasgow en slíkt myndi spara flugrekstraraðilum verulega fjármuni á hverju ári og auka öryggi flugfarþega. Þessu til stuðnings má nefna að þegar millilandaflug lá niðri vegna gossins í Eyjafjallajökli var Alexandersflugvöllur opinn. Með auknum fjölda erlendra ferðamanna til Íslands er mikilvægt að hægt verði að tryggja komu og brottför þeirra til og frá landinu. Lendingarskilyrði á Alexandersflugvelli eru ein þau bestu á landinu sem tryggja að völlurinn er opinn nær alla daga ársins sem myndi auka öryggi farþega og flugrekstraraðila verulega. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á íslensk stjórnvöld að hefjast strax handa við þá vinnu að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflug.

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigríður Svavarsdóttir
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Afgreiðsla 648. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.