Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

648. fundur 16. janúar 2014 kl. 09:00 - 10:53 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Atvinnuástand í héraði

Málsnúmer 1401163Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom á fundinn Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar - stéttarfélags til viðræðu um atvinnu- og kjaramál.

2.Nýtt byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 1311336Vakta málsnúmer

Lagðar fram samþykktir fyrir byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks.
Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd reka byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks. Byggðasamlagið er stofnað skv. 94. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og bera sveitarfélögin einfalda ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum byggðasamlagsins en innbyrðis skiptist ábyrgðin í samræmi við eignarhluta hvers sveitarfélags sem miðast við fjölda íbúa sem Hagstofa Íslands birtir 1. janúar ár hvert. Eignarhluti hvers sveitarfélags er reiknaður með sama hætti.

Önnur sveitarfélög geta orðið aðilar að byggðasamlaginu með samþykki allra aðildarsveitarfélaganna og með undirritun viðauka við samþykktir þessar.

Hlutverk byggðasamlagsins er að veita, fyrir hönd aðildarsveitarfélaganna, fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.

Stofnfundur byggðasamlagsins verður 29. janúar 2014, kl. 13:30 á Kaffi Krók, Sauðárkróki.

Byggðarráð samþykkir að Ásta B. Pálmadóttir, sveitarstjóri verði aðalfulltrúi sveitarfélagsins í stjórn byggðasamlagsins og Stefán Vagn Stefánsson til vara.
Byggðarráð hvetur sveitarstjórnarfulltrúa til þess að mæta á stofnfundinn.

3.Alexandersflugvöllur

Málsnúmer 1401165Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir framkomnar hugmyndir um að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir millilandaflug. Fagaðilar hafa bent á mikilvægi þess að fjölga varaflugvöllum á Íslandi í stað flugvallarins í Glasgow en slíkt myndi spara flugrekstraraðilum verulega fjármuni á hverju ári og auka öryggi flugfarþega. Þessu til stuðnings má nefna að þegar millilandaflug lá niðri vegna gossins í Eyjafjallajökli var Alexandersflugvöllur opinn. Með auknum fjölda erlendra ferðamanna til Íslands er mikilvægt að hægt verði að tryggja komu og brottför þeirra til og frá landinu. Lendingarskilyrði á Alexandersflugvelli eru ein þau bestu á landinu sem tryggja að völlurinn er opinn nær alla daga ársins sem myndi auka öryggi farþega og flugrekstraraðila verulega. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á íslensk stjórnvöld að hefjast strax handa við þá vinnu að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflug.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Sigríður Svavarsdóttir
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

4.Reykjastrandavegur

Málsnúmer 1401164Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tölur frá Vegagerðinni um umferð á Reykjastrandarvegi tímabilið 24. maí - 10. október 2013 og áætlaðar tölur fyrir árið 2013. Áætluð árdagsumferð (meðaltal ársins alla daga) er 111 bílar á sólarhring. Áætluð meðaltals umferð tímabilið júní-september er 164 bílar á sólarhring.

5.Endurgerð gamalla húsa á Sauðárkróki

Málsnúmer 1312267Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu dagsett 27. desember 2013, þar sem tilkynnt er um að ákveðið hafi verið að veita styrk að upphæð 10 milljónir króna til viðgerðar á Góðtemplarahúsinu (Gúttó) á Sauðárkróki. Skal styrkurinn nýttur til að skipta um glugga og klæðningu að utanverðu.
Byggðarráð fagnar styrkveitingunni sem veitt er í endurbætur á þessu sögufræga húsi.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er gleðilegt að sjá að forsætisráðherra hafi tekið upp merki fyrrverandi borgarstjóra Ólafs F. Magnússonar með því að standa vörð um og hvetja til endurbóta á gömlum húsum sem hafa menningarsögulegt gildi.

Fundi slitið - kl. 10:53.