Starfsemi Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð 2013
Málsnúmer 1401188
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 4. fundur - 20.01.2014
Pétur Stefánsson frá KS Varmahlíð kom til fundar og kynnti starfsemi og heimsóknir í upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð árið 2013. Fram kom að talsverðar endurbætur eru fyrirhugaðar innandyra í húsnæði kaupfélagsins í Varmahlíð og er gert ráð fyrir starfsemi upplýsingamiðstöðvar þar áfram. Báðir aðilar eru jákvæðir fyrir því að ganga til viðræðna um áframhaldandi starfsemi upplýsingamiðstöðvar í húsinu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014
Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.