Fara í efni

Ályktun til ríkisstjórnar Íslands

Málsnúmer 1401205

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra tók til máls kynnti eftirfarandi tillögu.

Ályktun til ríkisstjórnar Íslands

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands að kynna sér forsendur þess að Norðmenn gáfu veiðar smábáta frjálsar um síðustu áramót með þeim hætti að allir bátar sem hafa veiðileyfi og eru undir 11 metrum mega veiða óheft hvaða fisktegund sem er. Góð reynsla strandveiða sýnir að aukið frelsi til veiða eflir líf í sjávarbyggðum og engin spurning er um að atvinnulíf á Hofsósi,í Fljótum og á Sauðárkróki tæki fjörkipp ef veiðar smábáta yrðu gefnar frjálsari. Einföldun regluverks mun einnig koma nýjum sprota í atvinnulífi Skagafjarðar mjög til góða þ.e. plastbátagerðinni Mótun ehf, sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lagt umtalsverða fjármuni í.

Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni.

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur mikilvægt fyrir stjórnvöld að kynna sér hvaða forsendur Norðmenn gáfu sér til að auka veiðar smábáta og hvað aðrar þjóðir gera til að styðja við hinar dreifðu byggðir landsins. Öflug byggðastefna ásamt skynsamlegri nýtingu auðlinda lands og sjávar er grundvöllur þess að landið sé og verði allt í byggð.

Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson

Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Viggó Jónsson, tóku til máls.

Breytingartillagan borin undir atkvæði. Samþykkt með 7 atkvæðum.