Erindið áður á dagskrá á 601. fundi byggðarráðs, 30. ágúst 2012 og svohljóðandi bókun gerð: "Á 596. fundi byggðarráðs var lagt fram erindi frá 6. bekk Árskóla um ábendingar þeirra um betri nýtingu á Litla-Skógi í Sauðárgili. Var einnig ákveðið á fundinum að eiga fund með krökkunum í upphafi skólaárs 2012/2013 um tillögur þeirra. Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að finna tíma fyrir fund með nemendunum." Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við tæknideild sveitarfélagsins að farið verði í hönnun á útikennslustofu fyrir Árskóla og útivistarsvæði með leiktækjum, þar sem tillögur nemendanna verði hafðar til hliðsjónar.
Þorsteinn Broddason óskar bókað: Á fundi byggðarráðs nr. 596 þann 28. júní 2012 var tekið fyrir erindi frá 6. bekk Árskóla um útivistarsvæðið í Litla-Skógi og samþykkt að eiga fund með börnunum í upphafi skólaárs 2012. Á fundi nr. 601 þann 30. ágúst 2012 var málið tekið fyrir aftur að frumkvæði áheyrnarfulltrúa Samfylkingarinnar, og enn aftur á fundi 625. Fundi byggðaráðs þann 23. maí 2013. Fundurinn hefur enn ekki verið haldinn. Þær skýringar að ekki sé hægt að funda með skólabörnum þar sem ekki sé samráð við foreldra er ansi léttvæg í ljósi þess að tvö ár eru liðin frá erindinu og á þeim tíma hefði verið hægt að finna lausn á því. Seinagangur í þessu tiltölulega einfalda verkefni byggðarráðs er með ólíkindum og sendir döpur skilaboð um áhugaleysi stjórnmálamanna um málefni sem brenna á íbúum sveitarfélagsins.
Stefán Vagn Stefánsson leggur fram eftirfarandi bókun: Ljóst er að málið hefur dregist í meðförum byggðarráðs en með þeirri ákvörðun sem hér var tekin, er ljóst að verkefnið er komið af stað með það að markmiði að hefja hönnun á útikennslustofu og útivistarsvæði líkt og óskir nemendanna hljóðuðu upp á.
Bjarni Jónsson, Jón Magnússon og Stefán Vagn Stefánsson óska bókað: Mikilvægt er að sem fyrst verði farið hönnun og uppsetningu á útikennslustofu og ekki síður frekari uppbyggingu á útivistarsvæði í Litla-Skógi. Þessi bókun byggðarráðs er mikilvæg fyrir framgang þess verkefnis.
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að finna tíma fyrir fund með nemendunum."
Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við tæknideild sveitarfélagsins að farið verði í hönnun á útikennslustofu fyrir Árskóla og útivistarsvæði með leiktækjum, þar sem tillögur nemendanna verði hafðar til hliðsjónar.
Þorsteinn Broddason óskar bókað:
Á fundi byggðarráðs nr. 596 þann 28. júní 2012 var tekið fyrir erindi frá 6. bekk Árskóla um útivistarsvæðið í Litla-Skógi og samþykkt að eiga fund með börnunum í upphafi skólaárs 2012. Á fundi nr. 601 þann 30. ágúst 2012 var málið tekið fyrir aftur að frumkvæði áheyrnarfulltrúa Samfylkingarinnar, og enn aftur á fundi 625. Fundi byggðaráðs þann 23. maí 2013. Fundurinn hefur enn ekki verið haldinn. Þær skýringar að ekki sé hægt að funda með skólabörnum þar sem ekki sé samráð við foreldra er ansi léttvæg í ljósi þess að tvö ár eru liðin frá erindinu og á þeim tíma hefði verið hægt að finna lausn á því. Seinagangur í þessu tiltölulega einfalda verkefni byggðarráðs er með ólíkindum og sendir döpur skilaboð um áhugaleysi stjórnmálamanna um málefni sem brenna á íbúum sveitarfélagsins.
Stefán Vagn Stefánsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að málið hefur dregist í meðförum byggðarráðs en með þeirri ákvörðun sem hér var tekin, er ljóst að verkefnið er komið af stað með það að markmiði að hefja hönnun á útikennslustofu og útivistarsvæði líkt og óskir nemendanna hljóðuðu upp á.
Bjarni Jónsson, Jón Magnússon og Stefán Vagn Stefánsson óska bókað:
Mikilvægt er að sem fyrst verði farið hönnun og uppsetningu á útikennslustofu og ekki síður frekari uppbyggingu á útivistarsvæði í Litla-Skógi. Þessi bókun byggðarráðs er mikilvæg fyrir framgang þess verkefnis.