Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014, eignfærða fjárfestingu aðalsjóðs, málaflokks 29000. Um er að ræða hlutafjárhækkun í Mótun ehf. um 4.900.000 kr. Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum framangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2014, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Bjarni Jónsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram bókun: Óskað er eftir að lögð verði fram skrifleg greinargerð um rekstur félagsins ásamt nýrri rekstraráætlun áður en ákvörðun um hlutafjáraukningu er tekin. Einungis um átta mánuðir eru liðnir síðan ákvörðun var tekin um að sveitarfélagið setti 4,9 m.kr. af skattfé í hlutafé í Mótun ehf. og lögð var fram rekstraráætlun félagsins, sem nú virðist ekki standast. Undirrituð telur ekki rétt að sveitarfélagið setji meira skattfé íbúa í félag sem gerir út á margþætta starfsemi í samkeppnisrekstri með stærsta fyrirtæki sveitarfélagsins.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað: Áætlanir Mótunar ehf. hafa alltaf gert ráð fyrir því að sveitarfélagið legði til 9,8 milljónir króna í hlutafé, 4,9 milljónir króna árið 2013 og 4,9 milljónir króna árið 2014.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum framangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2014, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Bjarni Jónsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram bókun:
Óskað er eftir að lögð verði fram skrifleg greinargerð um rekstur félagsins ásamt nýrri rekstraráætlun áður en ákvörðun um hlutafjáraukningu er tekin. Einungis um átta mánuðir eru liðnir síðan ákvörðun var tekin um að sveitarfélagið setti 4,9 m.kr. af skattfé í hlutafé í Mótun ehf. og lögð var fram rekstraráætlun félagsins, sem nú virðist ekki standast. Undirrituð telur ekki rétt að sveitarfélagið setji meira skattfé íbúa í félag sem gerir út á margþætta starfsemi í samkeppnisrekstri með stærsta fyrirtæki sveitarfélagsins.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Áætlanir Mótunar ehf. hafa alltaf gert ráð fyrir því að sveitarfélagið legði til 9,8 milljónir króna í hlutafé, 4,9 milljónir króna árið 2013 og 4,9 milljónir króna árið 2014.