Deplar (146791)- Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1408083
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014
Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Framlagðir uppdrættir á fundinum voru gerðir á teiknistofunni Kollgátu af Loga Má Einarssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 3. september 2013. Nú liggur fyrir umsókn um áframhaldandi uppbyggingu, áfanga 2 í samræmi við framlagða uppdrætti sem gerðir eru á teiknistofunni Kollgátu af Loga Má Einarssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 29. júlí 2014.
Hér er um verulegar breytingar á áframhaldandi uppbyggingu að ræða frá fyrri umsókn.
Því fer Skipulags- og byggingarnefnd fram á að unnið verði deiliskipulag af jörðinni. Í samræmi við 38. og 40. grein Skipulagslaga heimilar Skipulags- og byggingarnefnd að landeigandi láti vinna deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulagið verði unnið á kostnað landeigenda.