Fara í efni

Málefni Selárréttar

Málsnúmer 1408164

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 175. fundur - 01.09.2014

Fulltrúar Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps, Steinn Rögnvaldsson og Halldóra Björnsdóttir komu á fundinn undir þessum dagskrárlið og ræddu málefni Selárréttar. Ekki hefur fundist leigusamningur um leigu lands undir réttina og við hana, við þáverandi eiganda jarðarinnar Selness. Viku þau svo af fundi.
Síðan kom á fundinn undir þessum dagskrárlið Daníel Helgason einn eiganda jarðarinnar Selness.
Samþykkt að útbúa drög að leigusamningi við landeigendur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014

Afgreiðsla 175. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 319. fundi sveitarstjórnar 1. október 2014 með níu atkvæðum.