Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Viðhald girðinga í sveitarfélaginu
Málsnúmer 1406240Vakta málsnúmer
Sveinn Einarsson fulltrúi Vegagerðarinnar mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um girðingarmál meðfram vegum í sveitarfélaginu.
2.Málefni Selárréttar
Málsnúmer 1408164Vakta málsnúmer
Fulltrúar Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps, Steinn Rögnvaldsson og Halldóra Björnsdóttir komu á fundinn undir þessum dagskrárlið og ræddu málefni Selárréttar. Ekki hefur fundist leigusamningur um leigu lands undir réttina og við hana, við þáverandi eiganda jarðarinnar Selness. Viku þau svo af fundi.
Síðan kom á fundinn undir þessum dagskrárlið Daníel Helgason einn eiganda jarðarinnar Selness.
Samþykkt að útbúa drög að leigusamningi við landeigendur.
Síðan kom á fundinn undir þessum dagskrárlið Daníel Helgason einn eiganda jarðarinnar Selness.
Samþykkt að útbúa drög að leigusamningi við landeigendur.
3.Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða
Málsnúmer 1407093Vakta málsnúmer
Farið yfir drög að samningi um refaveiðar 2014-2016 milli sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar.
Gerðar voru athugasemdir m.a. við utanumhald aksturs og tíma við veiðarnar, grenjaskráningu, kröfu á sýnum og geymslu þeirra.
Gerðar voru athugasemdir m.a. við utanumhald aksturs og tíma við veiðarnar, grenjaskráningu, kröfu á sýnum og geymslu þeirra.
4.Fjallskil í Staðarrétt
Málsnúmer 1408145Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá fjallskilastjóra Staðarhrepps þar sem fram kemur að borist hefur kvörtun vegna fjárreksturs úr afrétt sem er á leið til Staðarréttar og þarf að fara í gegnum ógirt land Dælis.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni starfsmanni nefndarinnar að ræða við landeiganda um málið.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni starfsmanni nefndarinnar að ræða við landeiganda um málið.
5.Fjallskilamál og fleira
Málsnúmer 1407137Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Þorsteini Ragnari Leifssyni varðandi fjallskil og fleira á Hofsafrétt.
Arnóri Gunnarssyni starfsmanni nefndarinnar falið að svara erindinu á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.
Arnóri Gunnarssyni starfsmanni nefndarinnar falið að svara erindinu á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.
6.Landbótaáætlun 2014
Málsnúmer 1407114Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Landgræðslu ríkisins varðandi gerð landbótaáætlunar.
7.Framkvæmdir í Unadalsá
Málsnúmer 1408166Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur þar sem Haraldur Þór Jóhannsson formaður landbúnaðarnefndar sækir um til Fiskistofu að laga til við Unadalsá og færa hana til í sinn gamla farveg til að koma i veg fyrir skaða. Verkið hefur verið unnið.
8.Fundur í Skarðsárnefnd 11.6.2014
Málsnúmer 1407116Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð Skarðsárnefndar frá 11. júní 2014.
9.Ársreikningar 2013 - Fjallskilasjóður Staðarhrepps og Staðarafréttar
Málsnúmer 1407083Vakta málsnúmer
Lagður fram ársreikningar Fjallskilasjóðs Staðarhrepps og Staðarafréttar fyrir árið 2013.
10.Fjallskilasjóður Deildardals - ársreikningur 2013
Málsnúmer 1408165Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2013.
11.Fjallskilasjóður Hofsafréttar - ársreikningur 2013
Málsnúmer 1408167Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2013.
12.Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps - ársreikningur 2013
Málsnúmer 1408168Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2013.
13.Mælifellsrétt
Málsnúmer 1305263Vakta málsnúmer
Þessum dagskrárlið var frestað.
Fundi slitið - kl. 12:03.