Fara í efni

Uppsögn leigusamnings - Faxatorg 1

Málsnúmer 1408192

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 670. fundur - 04.09.2014

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun, dagsett 25. ágúst 2014, þar sem stofnunin segir upp leigusamningi við sveitarfélagið um húsnæði á Faxatorgi 1, Sauðárkróki, með árs fyrirvara. Einnig er óskað eftir því að fá að auglýsa umrætt húsnæði til framleigu á meðan uppsagnarfresti stendur.
Byggðarráð leggur fram og samþykkir svohljóðandi bókun:
Byggðaarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka starfsstöð sinni á Sauðárkróki. Ákvörðun um slíkt er í algjörri andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og á skjön við þá byggðastefnu sem boðuð hefur verið. Byggðarráð hvetur stjórnvöld til að tryggja að forstöðumenn ríkisstofnana gangi í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og standi vörð um opinber störf á landsbyggðinni. Í ljósi þessa hvetur byggðarráð Vinnumálastofnun til að endurskoða ákvörðun sína varðandi lokun starfstöðvarinnar á Sauðárkróki.
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Svavarsdóttir
Bjarni Jónsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði til að ítrekuð yrði bókun byggðarráðs sem fer hér á eftir. Stefán Vagn Stefánsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tóku til máls.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka starfsstöð sinni á Sauðárkróki. Ákvörðun um slíkt er í algjörri andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og á skjön við þá byggðastefnu sem boðuð hefur verið. Sveitastjórn hvetur stjórnvöld til að tryggja að forstöðumenn ríkisstofnana gangi í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og standi vörð um opinber störf á landsbyggðinni. Í ljósi þessa hvetur byggðarráð Vinnumálastofnun til að endurskoða ákvörðun sína varðadi lokun starfstöðvarinnar á Sauðárkróki.

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
BJarki Tryggvason
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Björg Baldursdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Afgreiðsla 670. fundar byggðaráðs staðfest á 319. fundi sveitarstjórnar 1. október 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 686. fundur - 05.02.2015

Vinnumálastofnun hefur sagt upp húsnæði sínu á Faxatorgi 1, Sauðárkróki og óskar eftir því að sveitarfélagið láti stofnuninni í té aðstöðu án endurgjalds, til að nýta sem viðtalsaðstöðu við skjólstæðinga sína eftir þær kerfisbreytingar sem áttu sér stað nú um áramótin. Mikill hluti af þjónustu stofnunarinnar við atvinnuleitendur fer nú fram á netinu. Ekki er um að ræða fasta aðstöðu heldur fundaraðstöðu þar sem trúnaðarsamtöl geta farið fram nokkra daga í mánuði.
Byggðarráð samþykkir að láta Vinnumálastofnun í té viðtalsaðstöðu án endurgjalds til eins árs. Byggðarráð furðar sig á því að ríkisstofnun segi upp húsnæði og óski á sama tíma eftir að fá húsnæði frá sveitarfélaginu án endurgjalds. Jafnframt ítrekar byggðarráð fyrri mótmæli sín gegn því að starfstöð stofnunarinnar í Skagafirði hafi verið lögð niður og þjónusta við íbúa hafi verið skert.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og leggur til að sveitarstjórn ítreki bókun byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir bókun byggðarráðs að sinni og bókar eftirfarandi.

"Vinnumálastofnun hefur sagt upp húsnæði sínu á Faxatorgi 1, Sauðárkróki og óskar eftir því að sveitarfélagið láti stofnuninni í té aðstöðu án endurgjalds, til að nýta sem viðtalsaðstöðu við skjólstæðinga sína eftir þær kerfisbreytingar sem áttu sér stað nú um áramótin. Mikill hluti af þjónustu stofnunarinnar við atvinnuleitendur fer nú fram á netinu. Ekki er um að ræða fasta aðstöðu heldur fundaraðstöðu þar sem trúnaðarsamtöl geta farið fram nokkra daga í mánuði.
Sveitarstjórn samþykkir að láta Vinnumálastofnun í té viðtalsaðstöðu án endurgjalds til eins árs. Sveitarstjórn furðar sig á því að ríkisstofnun segi upp húsnæði og óski á sama tíma eftir að fá húsnæði frá sveitarfélaginu án endurgjalds. Jafnframt ítrekar byggðarráð fyrri mótmæli sín gegn því að starfstöð stofnunarinnar í Skagafirði hafi verið lögð niður og þjónusta við íbúa hafi verið skert."

Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls.

Afgreiðsla 686. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.