Uppástungur um mál á dagskrá landsþings SÍS 2014
Málsnúmer 1409024
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014
Afgreiðsla 670. fundar byggðaráðs staðfest á 319. fundi sveitarstjórnar 1. október 2014 með níu atkvæðum.
Í 6. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga er kveðið á um dagskrá landsþings og hvaða mál skulu tekin fyrir eða lögð fram.
Í i)-lið er kveðið á um að taka skuli fyrir "mál sem sveitarstjórn, samtök sveitarfélaga eða þingfulltrúi óskar eftir að að leggja fram". Tillögur um mál samkvæmt framangreindum lið skal senda stjórn sambandsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Heimilt er þó að leggja mál fyrir landsþing með skemmri fyrirvara, ef 2/3 hlutar viðstaddra þingfulltrúa samþykkja.
Eins og áður hefur komið fram hefst landsþingið síðdegis miðvikudaginn 24. september nk.
Hér með er óskað eftir því að mál sem sveitarstjórn vill leggja fram á landsþinginu til umræðu verði send í síðasta lagi þriðjudaginn 9. september nk. svo ráðrúm gefist til þess að koma þeim á dagskrá stjórnarfundar föstudaginn 12. september.