Félagsheimilið Árgarður
Málsnúmer 1410186
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 13. fundur - 24.10.2014
Nefndarmenn, ásamt starfsmanni Eignarsjóðs, funduðu í félagsheimilinu Árgarði með hússtjórn félagsheimilisins og kynntu sér starfsemina ásamt því að ræða helstu viðfangsefnin framundan, m.a. húsvörslu og rekstrarfyrirkomulag hússins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014
Afgreiðsla 13. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.