Reykir land 145951 - Umsókn um staðfestingu lóðarmarka
Málsnúmer 1412216
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 267. fundur - 21.01.2015
Sigríður Auðunsdóttir, kt. 200439-4579 eigandi Reykja land, landnúmer 145951, sækir um staðfestingu skipulagsyfirvalda á afmörkun landsins. Á framlögðum hnitsettum uppdrætti er landið skráð 2988,0 m². Uppdrátturinn er gerður af Söru Axelsdóttur arkitekt kt. 270280-6179 og er hann í verki númer 14_02, teikning nr. 1.01, dagsett 30.12.2014. Fram kemur á uppdrætti að landmælingar séu unnar hjá Stoð ehf. verkfræðistofu í október 2014, af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðing. Einnig skrifa undir umsóknina Jón Sigurður Eiríksson kt. 080129-2469 og Ægir Birgisson kt. 281266-5009 og staðfesta þar afmörkun framangreindrar lóðar, en þeir eru meðeigendur umsækjanda aðliggjandi jarðar sem er Reykir landnr. 145950. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015
Afgreiðsla 267. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum.