Upplýsingar um stöðu leikskólamála í Varmahlíð og húsnæði Varmahlíðarskóla.
Málsnúmer 1501381
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og ítrekar bókun fræðslunefndar og fulltrúa K lista, sem hljóða svo.
"Fræðslunefnd lýsir yfir áhyggum af húsnæðismálum Birkilundar og hvetur samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps til að hraða ákvörðun í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð."
"Fulltrúi K listans tekur undir ofangreinda bókun en leggur til að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar komi með sjálfstæða tillögu að stefnu í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð í stað þess að bíða eftir samstarfsnefnd sveitarfélaganna í Skagafirði."
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun sína frá fundi fræðslunefndar, svohljóðandi.
"Formaður nefndarinnar óskar bókað að þessi málefni séu á hendi samstarfsnefndar og ekki hefur staðið á Sveitarfélaginu Skagafirði að koma að ákvarðanatöku um endurbætur á húsnæði skólanna."
Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum
"Fræðslunefnd lýsir yfir áhyggum af húsnæðismálum Birkilundar og hvetur samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps til að hraða ákvörðun í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð."
"Fulltrúi K listans tekur undir ofangreinda bókun en leggur til að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar komi með sjálfstæða tillögu að stefnu í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð í stað þess að bíða eftir samstarfsnefnd sveitarfélaganna í Skagafirði."
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun sína frá fundi fræðslunefndar, svohljóðandi.
"Formaður nefndarinnar óskar bókað að þessi málefni séu á hendi samstarfsnefndar og ekki hefur staðið á Sveitarfélaginu Skagafirði að koma að ákvarðanatöku um endurbætur á húsnæði skólanna."
Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum
Fulltrúi K listans tekur undir ofangreinda bókun en leggur til að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar komi með sjálfstæða tillögu að stefnu í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð í stað þess að bíða eftir samstarfsnefnd sveitarfélaganna í Skagafirði.
Greinargerð: Meirihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur margsinnis lofað endurbótum á húsnæðismálum leikskólans Birkilundar. Húsnæði grunnskólans þarfnast sömuleiðis endurbóta og lagfæringar. Umtalsverðir fjármunir voru ætlaðir til endurbótanna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 en fjármunirnir voru fluttir í verkefni á Sauðárkróki. Samstarfsnefnd hefur leitt þessa vinnu án lausnar hingað til, mikilvægt er að málefni skólanna séu rædd í nefndum og ráðum sveitarfélgsins og stefnan mörkuð af Sveitarfélaginu Skagafirði.
Formaður nefndarinnar óskar bókað að þessi málefni séu á hendi samstarfsnefndar og ekki hefur staðið á Sveitarfélaginu Skagafirði að koma að ákvarðanatöku um endurbætur á húsnæði skólanna.