Tilnefning í starfshóp um aukna samvinnu háskóla (Hólar, Bifröst, Hvanneyri)
Málsnúmer 1502088
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015
Afgreiðsla 687. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra í starfshópinn.
Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi bókun:
Menntamálaráðuneytið ásamt stjórnarmeirihlutanum undirbýr nú nýja atlögu að háskólastarfi á landsbyggðinni og landbúnaðarháskólunum á Hólum og Hvanneyri.
Nú stendur til að leggja niður Hólaskóla, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Bifröst og skera niður fjárveitingar til háskólastarfs á landsbyggðinni. Splæsa á skólunum saman í eina sjálfseignarstofnun sem greiðir fyrir því sem nú er til umræðu að taka upp skólagjöld á Hólum og Hvanneyri til að mæta fyrirhuguðum niðurskurði til þeirra, eins og fram hefur komið á Alþingi.
Fyrirhugaðar breytingar munu vega að háskólastarfi á þessum stöðum og vinna gegn tækifærum ungs fólks til að sækja sér menntun til starfa í landbúnaði og tengdum greinum.
Skipan starfshóps nú til að fara yfir kosti þess að sameina skólana og leiðir til að skera niður fjárveitingar til þeirra er einungis ein varðan í réttlætingarferli fyrir þessari vegferð og fyrirfram gefna niðurstöðu.
Vart verður séð að Bændasamtök Íslands eða þau sveitarfélög og landshlutar sem í hlut eiga geti ljáð samþykki fyrir þeim áformum sem hafa verið kynnt um framtíð Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands, í ljósi fyrirsjáanlegra neikvæðra áhrifa á viðkomandi byggðarlög og háskólamenntun á landsbyggðinni.
Bjarni Jónsson
V- lista