Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Málsnúmer 1503217
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015
Afgreiðsla 692. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 701. fundur - 09.07.2015
Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar eftir upplýsingum frá sveitarstjórn um stefnumótun hennar í rekstri A-hluta, mikilvægi þess að bæta neikvæðan rekstur A-hluta þannig að hann skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu, hugsanlegar aðgerðir sveitarstjórnar sem væru til þess valdandi að ná markmiðum um jákvæða rekstrarniðurstöðu og aðrar upplýsingar sem sveitarstjórn vill koma á framfæri. Málið áður á dagskrá byggðarráðs 9.4.2015 þar sem sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs var falið að hefja grunnvinnu við verkefnið.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að bæta rekstur A-hluta þannig að hann skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu í fjárhagsáætlunargerð áranna 2016-2019.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að bæta rekstur A-hluta þannig að hann skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu í fjárhagsáætlunargerð áranna 2016-2019.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að, að bæta rekstur A-hluta þannig að hann skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu í fjárhagáætlunargerð áranna 2016-2019."
Bókun sveitarstjórnar borinn undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun sveitarstjórnar borinn undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að hefja grunnvinnu við verkefnið.