Fara í efni

Viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2015 - launakostnaður tónlistarskóla

Málsnúmer 1505196

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 697. fundur - 29.05.2015

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna kjarasamningsbreytinga á launum tónlistarskólakennara á árinu 2014 sem ekki náðist að áætla fyrir á málaflokk 04-Fræðslu- og uppeldismál. Lagt er til að launaliður málaflokks 04510-Tónlistarskóli hækki um 8.610.000 kr. og launaliður á málaflokki 27-Óvenjulegir liðir lækki um sömu upphæð. Þessi breyting á áætluninni hefur engin áhrif á fjárhagsáætlun ársins í heild.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 á dagskrá fundarins, Viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2015 - launakostnaður tónlistarskóla. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Þannig bókað á 679. fundi byggðarráðs þann 29. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Lögð fram tillaga um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna kjarasamningsbreytinga á launum tónlistarskólakennara á árinu 2014 sem ekki náðist að áætla fyrir á málaflokk 04-Fræðslu- og uppeldismál. Lagt er til að launaliður málaflokks 04510-Tónlistarskóli hækki um 8.610.000 kr. og launaliður á málaflokki 27-Óvenjulegir liðir lækki um sömu upphæð. Þessi breyting á áætluninni hefur engin áhrif á fjárhagsáætlun ársins í heild.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka."

Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.