Ályktun byggðarráðs
Málsnúmer 1505223
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015
Stefán Vagn las upp ályktun Byggðarráðs.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur 8. þingmanns Reykjavíkur í garð Skagfirðinga og Skagafjarðar. Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði.
Það að þingmaðurinn gefi í skin að Skagafjörður sé mafíusamfélag, sem þrífst á glæpum og glæpatengdri starfssemi er með öllu ólíðandi og óverjandi og sæmir ekki þingmönnum né nokkrum öðrum.
Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra.
Er þess krafist að þingmaðurinn biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.
Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur 8. þingmanns Reykjavíkur í garð Skagfirðinga og Skagafjarðar. Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði.
Það að þingmaðurinn gefi í skin að Skagafjörður sé mafíusamfélag, sem þrífst á glæpum og glæpatengdri starfssemi er með öllu ólíðandi og óverjandi og sæmir ekki þingmönnum né nokkrum öðrum.
Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra.
Er þess krafist að þingmaðurinn biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.
Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.
Það að þingmaðurinn gefi í skin að Skagafjörður sé mafíusamfélag, sem þrífst á glæpum og glæpatengdri starfssemi er með öllu ólíðandi og óverjandi og sæmir ekki þingmönnum né nokkrum öðrum.
Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra.
Er þess krafist að þingmaðurinn biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum.