Fara í efni

Lántaka ársins 2015

Málsnúmer 1506036

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 329. fundur - 06.07.2015

Sveitarstjóri tók til máls og lagði til að tekið verði langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2015. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 320.000.000 kr. (þrjúhundruðogtuttugumilljónirkróna) til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda við fasteignir, veitur og höfn, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Björgu Pálmadóttur kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Einnig er Ástu Björgu Pálmadóttur kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 frá 13.júlí 2015 til 27.júlí 2015.

Samþykkt með átta greiddum atkvæðum.